Stjórn VÍS

Valdimar Svavarsson

Formaður stjórnar

 

Valdimar tók sæti í stjórn VÍS í mars 2017. Hann hefur staðist hæfismat Fjármálaeftirlitsins.

Fæðingarár: 1968 Menntun: B.A. í hagfræði. Próf í verðbréfamiðlun frá árinu 1998. Registered Person Exam SFA London 2001 (sambærilegt við próf í verðbréfamiðlun).

Aðalstarf: Framkvæmdastjóri Civitas ehf., fjárfestingar og fjárfestingaumsjón. Framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Hlíðar og NH eigna ehf.

Starfsreynsla: Forstöðumaður viðskiptaþróunar og sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá Virðingu hf. 20112017. Framkvæmdastjóri rekstrarfélags Virðingar hf. 2010-2011. Framkvæmda stjóri Quantum consulting 20082010. Forstöðumaður hjá VBS fjárfestinga banka 2004-2007. Forstöðumaður einkabankaþjónustu Heritable Bank 2001-2003.

Önnur stjórnarseta: Civitas ehf. (Stjórnarmaður), Fjárfestingarfélagið Solace ehf. (stjórnarmaður), Solace slf. (stjórnarmaður), Holtseignir ehf. (stjórnarmaður).

Hlutafjáreign í VÍS og óhæði: Valdimar á enga hluti í VÍS og telst óháður VÍS.

Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila VÍS.

Vilhjálmur Egilsson

Varaformaður stjórnar

 

Vilhjálmur tók sæti í stjórn VÍS í desember 2018. Hann hefur staðist hæfismat Fjármálaeftirlitsins.

Fæðingarár: 1952.

Menntun: Doktor í hagfræði frá University of Southern California, Los Angeles, meistarapróf í hagfræði frá University of Southern California, viðskipta fræðingur frá Há skóla Íslands.

Aðalstarf: Rektor Háskólans á Bifröst. Starfsreynsla: Vilhjálmur hefur gegnt stöðu rektors Háskólans á Bifröst frá 2013. Framkvæmda stjóri Samtaka atvinnu lífsins (2006-2013). Ráðuneytisstjóri Sjávar útvegs ráðuneytisins (2004-2006). Í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyris sjóðsins (IMF) (2003). Framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands (1987-2003). Alþingismaður fyrir Norðurlands kjördæmi vestra (1991-2003). Hagfræðingur Vinnuveitenda sambands Íslands (1982-1987).

Önnur stjórnarseta: Innviðir fjárfestingar slhf. (stjórnarmaður), Vefborg ehf. (stjórnarmaður), Bókfell ehf. (stjórnarmaður), Netborg ehf. (stjórnarmaður), ÞJ húseignir ehf. (varamaður).

Hlutafjáreign í VÍS og óhæði: Vilhjálmur á enga hluti í VÍS og telst óháður félaginu.

Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila VÍS

Gestur Breiðfjörð Gestsson

Meðstjórnandi

 

Gestur tók sæti í stjórn VÍS í mars 2017. Hann hefur staðist hæfismat Fjármálaeftirlitsins.

Fæðingarár: 1975.

Menntun: Stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.

Aðalstarf: Framkvæmdastjóri Sparnaðar ehf. Starfsreynsla: Framkvæmdastjórn og stofnun ýmissa félaga s.s. Sparnaðar ehf. og Premium ehf. Hefur starfað í vátrygginga- og lífeyris starfsemi frá árinu 1999 til dagsins í dag.

Önnur stjórnarseta: Premium ehf. (stjórnarformaður), Óskabein ehf. (stjórnarformaður), Sparnaður ehf. (meðstjórnandi), Garðatorg 7 ehf. (stjórnarmaður), Geda ehf. (stjórnarmaður), SP fjárfestingar ehf. (stjórnarmaður), Sneis ehf. (stjórnarmaður).

Hlutafjáreign í VÍS og óhæði: Gestur á um 2,48% hlut í VÍS í gegn um félagið Óskabein og telst óháður VÍS. Að auki, hefur Óskabein gert framvirkan samning um kaup á 42.784.996 hlutum í félaginu.

Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila VÍS en þess skal þó getið að Gestur er eigandi Sparnaðar ehf. sem vinnur að hluta á sama markaði og Líftryggingafélag Íslands hf. sem er dótturfélag VÍS.

Marta Guðrún Blöndal

Meðstjórnandi

 

Marta tók sæti í stjórn VÍS í desember 2018. Hún hefur staðist hæfismat Fjármálaeftirlitsins.

Fæðingarár: 1988.

Menntun: Meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, héraðsdómslögmannsréttindi.

Aðalstarf: Yfirlögfræðingur ORF líf tækni hf.

Starfsreynsla: Marta hefur gegnt stöðu yfirlögfræðings ORF Líf tækni frá apríl 2018. Áður var hún aðstoðarframkvæmdastjóri og lög fræðingur Viðskiptaráðs Íslands (2014-2018). Fulltrúi hjá Juris (2013-2014). Endurupptökunefnd (2013-2014). Innanríkisráðuneytið (2012-2013). Útlendingastofnun (2011-2012).

Önnur stjórnarseta: Stjórn Gerðadóms Viðskiptaráðs Íslands.

Hlutafjáreign í VÍS og óhæði: Marta á enga hluti í VÍS og telst óháð félaginu.

Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila VÍS.

Svan­hild­ur Nanna Vig­fús­dótt­ir

Stjórnarmaður

 

Svanhildur tók sæti í stjórn VÍS í mars 2017. Hún hefur staðist hæfismat Fjármálaeftirlitsins.

Fæðingarár: 1977.

Menntun: Svanhildur lauk B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1999 og M.S. í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá Háskóla Íslands 2003 (skiptinám við Copenhagen Business School). Svanhildur er með próf í verðbréfamiðlun frá árinu 2001.

Aðalstarf: Fjárfestir.

Starfsreynsla: Eigin fjárfestingar frá 2007 til dagsins í dag, framkvæmdastjóri fjárstýringar Straums fjárfestingarbanka 2005-2007, forstöðumaður fjármögnunar hjá Kaupþingi 2002-2005, forstöðumaður netviðskipta Íslandsbanka FBA 2000-2002, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Fjárfestingabanka atvinnulífsins 1999-2000.

Önnur stjórnarseta: K2B fjárfestingar ehf. (stjórnar maður), Hedda eignarhaldsfélag ehf. (stjórnarmaður), og BBL II ehf. (meðstjórnandi), Líftryggingafélag Íslands hf. (varamaður), Skel Investments ehf. (stjórnarmaður), Err CC viðburðir ehf. (stjórnarmaður).

Hlutafjáreign í VÍS og óhæði: Svanhildur Nanna á enga hluti í VÍS og telst óháð félaginu.

Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila VÍS.

Fyrri síða
Stefna
Næsta síða
Framkvæmdastjórn