Stefna

Stefnan

Framtíðarsýn okkar er að VÍS verði stafrænt þjónustufyrirtæki sem nýtir framúrskarandi stafrænar lausnir til að þekkja viðskiptavini sína, veita þeim einfalda og aðgengilega þjónustu allan sólarhringinn. Jafnframt veita þeim viðeigandi vernd þannig að þeir séu rétt tryggðir.

 

Við vinnum hörðum höndum að því að bæta stöðugt upplifun viðskiptavina okkar með einfaldri og áreynslulausri þjónustu þar sem stóraukið vægi er á stafrænar lausnir. Markmiðið er að viðskiptavinir okkar geti nýtt sér þjónustu okkar þegar þeim hentar. Við byggjum upp traust samband við viðskiptavini okkar til langs tíma og leggjum ríka áherslu á að hlusta á og bregðast við þörfum þeirra. Þjónustuskrifstofan okkar er á netinu og er opin allan sólarhringinn.

 

Starfsfólk hefur frumkvæði og eldmóð til að leita leiða til að gera betur í dag en í gær. Við byggjum árangur okkar á sterkri liðsheild og samvinnu. Við erum góð í að breyta og nýtum þá hæfni með hagsmuni viðskiptavina í huga.

Gildin okkar

Umhyggja

 • Okkur er annt um velferð viðskiptavina, starfsmanna og samfélagsins í heild.
 • Við hlustum og sýnum virðingu og hluttekningu í samskiptum.
 • Með öflugum forvörnum aukum við öryggi og velferð.

Fagmennska

 • Vinnubrögð okkar eru samræmd og vönduð.
 • Við leitum ávallt leiða til að gera betur.
 • Við greinum þarfir, hlustum, spyrjum og klárum málin.
 • Starfsumhverfi okkar og viðmót endurspeglar fagmennsku okkar.

Árangur

 • Við viljum ávallt vera fremst í því sem við tökum okkur fyrir hendur.
 • Við vinnum saman að mælanlegum metnaðarfullum markmiðum til hagsbóta fyrir VÍS, viðskiptavini og samfélagið.
 • Við hrósum, höfum gaman í vinnunni og fögnum stórum og smáum sigrum.
 • Við höfum hugrekki til að framkvæma á okkar eigin forsendum.
Fyrri síða
Annáll
Næsta síða
Stjórn VÍS