Eitt besta rekstrarár í sögu VÍS

,,Við getum verið ákaflega stolt af afkomu ársins 2019 þar sem arðsemi eigin fjár, sem er 17,2%, er sú besta frá skráningu félagsins. Afkoma fjárfestinga var góð en stýring eignasafnsins hefur gengið vel þar sem markaðsáhættan hefur verið nýtt betur með það að markmiði að hámarka arðsemi eigin fjár. Þetta er í samræmi við stefnu félagsins um fjármagnsskipan.

Tryggingareksturinn var ásættanlegur en litaðist af stórum tjónum, annað árið í röð, auk þess sem mikil lækkun vaxta hafði neikvæð áhrif. Á síðasta ári greiddum við viðskiptavinum um 17 milljarða króna í tjónabætur.

Þetta er einmitt hlutverk okkar, að vera traust bakland fyrir viðskiptavini okkar. Niðurstaðan er sú, að 2019 er eitt besta rekstrarár í sögu VÍS.“

Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS

Hagnaður
Arðsemi eigin fjár

Arðsemin sú besta frá skráningu félagsins

Hagnaður eftir skatta árið 2019 nam 2.527 milljónum. Góð afkoma fjárfestinga með 10,3% ávöxtun fjáreigna. Tekjur af fjárfestingastarfsemi námu 3.551 milljónum króna. Samsett hlutfall var 99,4% og arðsemi eigin fjár var 17,2% og er sú besta frá skráningu félagsins.
Hagnaður af vátryggingarekstri
1193
milljónir króna
Hagnaður eftir skatta
2527
milljónir króna
Hagnaður af fjárfestingastarfsemi
1709
milljónir króna

Dreifing hluthafa

M.v. 31.12.2019

5 stærstu hluthafar

M.v. 31.12.2019

Greiðslur til hluthafa

Gengisþróun frá skráningu

VÍS
OMXI 8 vísitalan

Ávarp forstjóra

Helgi Bjarnason
Forstjóri VÍS

Ávarp stjórnarformanns

Valdimar Svavarsson
Stjórnarformaður VÍS
Næsta síða
Annáll