Stjórnháttayfirlýsing

Stjórnarhættir VÍS snúast um að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda félagsins innbyrðis, og gagnvart hluthöfum, og auðvelda þeim þannig að ná markmiðum sínum. Góðir stjórnarhættir leggja grunninn að ábyrgri stjórnun og vandaðri ákvarðanatöku. Góðir stjórnarhættir stuðla að traustum samskiptum milli hluthafa, stjórnar, stjórnenda, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila.

 

Hjá VÍS er lögð rík áhersla á að þróa stöðugt og styrkja góða stjórnarhætti innan félagsins, og að ferli og vinnubrögð samræmist alþjóðlega viðurkenndum viðmiðum um bestu framkvæmd á sviði stjórnarhátta.

 

 

Sjá stjórnarháttayfirlýsingu VÍS 2019
Fyrri síða
Ávarp forstjóra
Næsta síða
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf